Edda Siv

edda_siv Dóttir okkar má ekki heita Edda Siv.  Allavega segir Mannanafnanefnd það.  Við óskuðum eftir samþykki en því var hafnað.  Það þótti nógu skrítið til að rata í fjölmiðla landsins sem hálfgerð furðufrétt.  En Mannanafnanefnd hefur hins vegar samþykkt nafnið Liv sem gott og gilt íslenskt nafn, sennilega vegna þess að það er "hefðað".  Liv er fallegt nafn en ég skal hundur heita ef Liv er "íslenskara" en Siv.  Og ef það er komin hefð á Liv þá hlýtur að vera komin hefð á ritháttinn. 

mbl.is Róbjörg og Marit færð á mannanafnaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mannanafnanefnd er náttúrlega bara skipuð mestu fíblum á íslandi. Ég meina, það má ekki skíra barnið sitt Siv vegna þess að Siv með v-i "telst ekki samrýmast íslenskum rithætti." Samt má heita: td. Kaj, Kaktus, Leonhard, Vorm og Walter. Mér sýnist þessu nöfn vera beint tekin úr öðrum tungumálum, af hverju samrýmast þau þá íslenskum rithætti??

"Telur nefndin að þegar jafn almennar reglur um ritun orða séu brotnar fái orð erlendan svip og geti ekki talist íslensk." Samt má heita Kaj!! KAJ!!! síðan hvenær er það íslenskt?!  Það þarf alvarlega að fá nýtt fólk í þessu blessuðu nefnd.

mr.martin (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 19:59

2 identicon

Mun einfaldara og rökréttara er bara að leggja þessa heimskulegu nefnd niður.

Það er alvarlegt brot á einstaklingsfrelsi þegar þú þarft að fá samþykki ríkisins fyrir því nafni sem þú vilt gefa barninu þínu.  Þetta er þitt barn og þú átt að hafa fullt frelsi til að nefna barnið þitt það sem þér sýnist, jafnvel þó það sé eitthvað nýtt orð eða jafnvel orð sem er til en er ekki almennt notað sem mannsnaft, eins og t.d. Sími.  Ef Símon er í lagi, því ekki Sími?  Ef Ketill og Bolli eru í lagi, hvers vegna þá ekki Hamar eða Sög?  Eða Skál?  Eða Panna?  Eða bara Þriðjudagur...  

Eins og svo oft áður, þá er ríkið að reyna að hafa vit fyrir fólki, sem er argasti fasismi.

Þór Melsteð (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 20:36

3 identicon

jáhá, eigum við ekki að láta Siv Friðleifsdóttir þá ekki bara skifta um nafn því hún heitir óleifilegu nafni? Þetta er alger katastrófa!

Ólafur (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 01:41

4 identicon

En er þá ekki bara upplagt að skíra barnið Edda Sif, með effi í stað vaffs? Ætli barninu myndi ekki sjálfu finnast það hentugra og betra þegar það vex úr grasi?

Svo er ég ekki viss um að best væri að leggja mannanafnanefnd niður. Vissulega er þetta þitt barn, eins og Þór segir, en ég er ekki sammála því að það þýði að foreldrar eigi að hafa fullt frelsi til að skíra það hvaða nafni sem er. Hvað ef einhver færi fram á að skíra dóttur sína Satanía eða strák sinn Djöfull? Það væri ekki sanngjarnt gagnvart börnunum að leyfa foreldrum að skíra þau slíkum nöfnum. Það er ábyggilega erfitt og einstaklega óhentugt að heita Djöfull Lúsífer Kristófersson eða Satanía Panna Ásgeirsdóttir. Þess vegna tel ég nauðsynlegt að hafa mannanafnanefnd.

Hér er ríkið ekki að reyna að hafa vit fyrir fólki, heldur fyrirbyggja að börn geti fengið nöfn sem hugsanlega skaða þau. Það hlýtur að vera erfitt að þurfa fara í skólann sem barn og sækja síðar um vinnu sem virðulegur og fullorðinn einstaklingur ef maður heitir Þiðjudagur Sími Gunnarsson.

Halldór Halldórsson

Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 01:45

5 Smámynd: Gunnar Aron Ólason

Til að svara Halldóri Halldórssyni:

1.  Edda Sif væri merkingarlaust af okkar hálfu því hún er skírð í höfuðið á látnum afa sínum sem hét Sigvarður og er nafnið Siv myndað úr stöfunum úr því nafni.  Við ákváðum það löngu fyrir skírn en þegar kom að undirbúning fyrir skírn benti presturinn okkur á að Siv væri bannað en okkur hafði ekki dottið slík firra í hug.  Vegna tilfinningalegra tengsla við nafnið var ákveðið að skíra barnið Edda Siv samt sem áður.

2.  "Vissulega er þetta þitt barn, eins og Þór segir, en ég er ekki sammála því að það þýði að foreldrar eigi að hafa fullt frelsi til að skíra það hvaða nafni sem er."

Það eina sem mér dettur í hug varðandi þetta er það að ef fólki er treyst til að eignast og ala upp barn án sérstaks eftirlits þá hlýtur þessum sömu foreldrum að vera treystandi til að velja sæmilegt nafn á barnið.  Of mikil forsjárhyggja að mínu mati.

3.   "Hér er ríkið ekki að reyna að hafa vit fyrir fólki, heldur fyrirbyggja að börn geti fengið nöfn sem hugsanlega skaða þau."

Og mun nafnið Siv skaða barnið mitt?  Held ekki.  Siv Friðleifs komst alla leið inná Alþingi og í ráðherrastól með þetta nafn.  Þannig að Mannanafnanefnd er ekki að gera eins og þú fullyrðir um. 

Takk samt fyrir athugasemdina Halldór.

Gunnar Aron Ólason, 11.2.2007 kl. 08:02

6 Smámynd: Margrét Annie Guðbergsdóttir

Þetta er nú bara della. Barnabarn mitt heitir Victoria Siv, var ekkert sett út á það, og var hún skírð hér á landi. Kannski var það leyft vegna þess að dóttir mín var enskur ríkisborgari, en hún var orðin íslenskur ríkisborgari þegar litla dúllan var skírð.

Barnabarnið mitt hefur ekki orðið fyrir neinum skaða að heita Siv. Það á að leggja mannanefndina niður. 

Margrét Annie Guðbergsdóttir, 11.2.2007 kl. 21:10

7 identicon

Maður hefur nú heyrt ýmsar sögur af þessari nefnd... Það er nóg fyrir suma að þekkja aðila í henni þá geturu fengið nánast hvaða nafn sem er samþykkt... En ég vona að þú gerir eitthvað meira í þessu og reynir að fá þetta í gegn. Mér finnst ekki rétt að lítill hópur fólks ráði hvað fólk má heita og hvað ekki... Og það er EKKERT sem réttlætir sum af þessum nöfnum sem eru leyfð og sum svo sem eru ekki leyfð... Væri gaman að sjá hvernig þeir "reikna" þetta út... Eða er þetta bara kanzki persónulegt álit þeirra á hverju nafni fyrir sig?

Einsi (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 02:15

8 identicon

Hér að neðan eru nöfn sem þú mátt skýra dóttur þína ef þú vilt að hún verði lögð í einelti en það má alls og ég meina alls ekki vera með sérþarfir um eitt millinafn sem að mínum mati er algjörlega fáránlegt hið minnsta.

 Eggrún Bogey
Oddfreyja Örbrún
Dúfa Snót
Ljótunn Hlökk
Himinbjörg Hind
Randalín Þrá
Baldey Blíða
Bóthildur Brák
Loftveig Vísa
Þúfa Þöll
Þjóðbjörg Þula
Stígheiður Stjarna
Skarpheiður Skuld
Kormlöð Þrá
Ægileif Hlökk
Venus Vígdögg
Hugljúf Ísmey
Ormheiður Pollý
Geirlöð Gytta
Niðbjörg Njóla

 Er ekki bara kominn tími til að leggja niður þessa mannanafnanefnd þar sem að hún er greinilega ekki alveg með á hreinu hvað hún er að gera ?

Gísli Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband